• Norðurland um 80 km frá Akureyri eða um 10 mín. akstur frá Húsavík.
 • Tvær stangir og þær seldar saman..
 • Rómuð Stórlaxaá
 • 20. maí- 6. Júlí.
 • Urriða og laxveiði
 • Eingöngu er veitt á flugu.
 • Veiða sleppa á laxin en enginn kvóti á urriða.
 • Meðalvigt laxa 9 pund en urriða 3 pund.
 • Veiðihús fylgir ekki með kaupum á veiðileyfum.

Lýsing

Einstök paradís fyrir fjölskylduna með stórbrotið útsýni yfir Kinnafjöll.
Haga svæðið er frábært fjölskylduveiðisvæði með bæði lax og silung.
Gott aðgengi er að ánni, góð urriðaveiði snemmsumars og stórlaxavon. Fjölskylduvænt og skemmtilegt veiðisvæði.

 • Norðurland um 80 km frá Akureyri eða um 10 mín. akstur frá Húsavík.
 • Tvær stangir og þær seldar saman..
 • Rómuð Stórlaxaá
 • 01. maí- 20. Júlí.
 • Urriða og laxveiði
 • Eingöngu er veitt á flugu.
 • Veiða sleppa á Laxi en enginn kvóti á urriða.
 • Meðalvigt Laxa 9 pund en urriða 3 pund.
 • Veiðihús fylgir ekki með kaupum á veiðileyfum.

Veiðisvæði: 3 km að lengd og nær að neðanverðu frá svokallaðri Bæjarklöpp og að girðingarenda ofan við Höskuldarvik, á þessu svæði er laxastöngin. Að auki er ein silungastöng sem staðsett er frá túngirðingu ofan Birgisflúðar og upp að túngirðingu sem staðsett er um 200 metra neðan Bótarstrengs.

Hentugustu veiðitæki: Tvíhenda 13-15′, flotlína 9-11 eða einhenda 9-11′ flotlína 5-8.

Bestu flugur: Laxá blá, Dimmblá, nobbler og ýmsar púpur.

Staðhættir og aðgengi: Mjög gott aðgengi. Jeppafært er meðfram ánni á stærstum hluta árinnar.

Veiðihús: Lítið sumarhús er staðsett á Haga svæðinu sem mögulegt er að leigja. Fyrir frekari upplýsingar hagi-1.com

Umgengnisreglur: Vinsamlega gangið vel um svæðið og akið ekki utan vegslóða.

Gisting

Gisting fylgir ekki veiðileyfunum en þó er möguleiki að leigja sumarbústað á árbakkanum.
24.000.- kr sólahringurinn frá kl 15:00 til 13:00
hagi-1.com
.

Veiðistaðalýsing

Veiðikort