• Norðurland um 80 km frá Akureyri eða um 10 mín. akstur frá Húsavík.
 • Tvær stangir og þær seldar saman..
 • Rómuð Stórlaxaá
 • 20. maí- 20. sept.
 • Urriða og laxveiði
 • Eingöngu er veitt á flugu.
 • Veiða sleppa.
 • Meðalvigt 9 pund..
 • Veiðihús fylgir ekki með kaupum á veiðileyfum.

Lýsing

Einstök paradís fyrir fjölskylduna með stórbrotið útsýni yfir Kinnafjöll með einni laxastöng og einni silungastöng.
Árbót er frábært fjölskylduveiðisvæði með bæði lax og silung ásamt stór glæsilegu veiðihúsi.
Gott aðgengi er að ánni, góð urriðaveiði snemmsumars og stórlaxavon seinnipart sumars. Fallegt og rúmgott veiðihús með aðstöðu fyrir 6 manns í þremur tveggja manna herbergjum. Fjölskylduvænt og skemmtilegt veiðisvæði.

 • Norðurland um 80 km frá Akureyri eða um 10 mín. akstur frá Húsavík.
 • Tvær stangir og þær seldar saman..
 • Rómuð Stórlaxaá
 • 01. maí- 20. sept.
 • Urriða og laxveiði
 • Eingöngu er veitt á flugu.
 • Veiða sleppa.
 • Meðalvigt 9 pund..
 • Veiðihús fylgir ekki með kaupum á veiðileyfum.

Veiðisvæði: 3 km að lengd og nær að neðanverðu frá svokallaðri Bæjarklöpp og að girðingarenda ofan við Höskuldarvik, á þessu svæði er laxastöngin. Að auki er ein silungastöng sem staðsett er frá túngirðingu ofan Birgisflúðar og upp að túngirðingu sem staðsett er um 200 metra neðan Bótarstrengs.

Hentugustu veiðitæki: Tvíhenda 13-15”, flotlína 9-11.

Bestu flugur: Laxá blá, Dimmblá, Bláa nunnan og Sweep.

Staðhættir og aðgengi: Mjög gott aðgengi. Fólksbílafært er niður að Birgisflúð og upp að Tjarnarhólmaflúð, en ganga verður niður að Bæjarklöpp og frá Tjarnarhólmaflúð upp að Höskuldarviki.

Veiðihús: Vörðuholt, rúmir 100 fm veiðihús af bestu gerð. Þrjú tveggja manna herbergi, rúmgóð stofa með arni og vel búið eldhús. Stór verönd er umhverfis húsið með útihúsgögnum og gasgrilli. Sængur og aðbúnaður fyrir 6 manns en gestir þurfa að koma með rúmföt sjálfir.

Umgengnisreglur: Veiðimenn mega koma í hús 1 klst. fyrir veiðitíma en brottfarardag skulu þeir rýma hús 1 klst. eftir að veiðitíma lýkur. Munið ávallt að ræsta hús og hirða rusl. Ruslagámur er staðsettur er við gatnamótin við Sandsbæjarveg.

Gisting

Gisting á Sandi Vel útbúin íbúð með þrem tveggja manna herbergjum, setustofu, eldhúsi og baði 24.000.- kr sólahringurinn frá kl 15:00 til 13:00 einnig er hægt að bóka gistingu með veiði í gistiheimilunu í Árbót eða Bergi www.hostel.is eða senda póst á bot@simnet.is .

Veiðistaðalýsing

Veiðikort

Smelltu hér til að prenta veiðikortið